Heiðursgestir og hliðardagskrár á Skjaldborg 2024

Kunnir klipparar heiðursgestir, fyrstu verk Reynis Oddssonar og heimildastuttmyndir frá Palestínu.

Joe Bini og Maya Daisy Hawke eru heiðursgestir

Heiðursgestir hátíðarinnar í ár eru Joe Bini og Maya Daisy Hawke. Þau eru margverðlaunaðir klipparar, kenna meistarafyrirlestra og skapa ‘live cinema’ kvikmynda- og fyrirlestraverk. Auk meistaraspjalls með Maya og Joe verða sýndar tvær heimildamyndir sem þau hafa klippt á ferlinum, annarsvegar Navalny í leikstjórn Daniel Roher og hinsvegar Grizzly Man í leikstjórn Werner Herzog.

Fyrstu verk Reynis Oddssonar

Kvikmyndasafnið mun standa fyrir sýningum á völdum heimildastuttmyndum eftir Reyni Oddsson. Reynir Oddsson lærði leiklist og kvikmyndagerð í Bandaríkjunum og London. Þegar hann kom heim úr námi mætti hann með nýbylgjuhugmyndir inn í íslenska kvikmyndaiðnaðinn. Fyrstu myndinni hans, Slys (1962), var mikið hampað fyrir nýstárlega fagurfræði. Ein merkasta mynd íslenskrar kvikmyndasögu er Morðsaga (1977), þar sem Reynir sótti mikinn innblástur til frönsku nýbylgjunnar og reif í sig heimilislíf íslenskra efri stétta með markvissri fagurfræði og krefjandi kynjapólitík. Myndir Reynis slógu nýjan og ferskan tón sem átti eftir að óma á sjöunda og áttunda áratugnum og breyta miklu í efnistökum og fagurfræði íslenskra kvikmynda, segir í kynningu frá Kvikmyndasafninu.

Palestínufókus

Þá verður boðið upp á vel valdar heimildastuttmyndir frá Palestínu.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR