Árleg velta kvikmyndabransans nálgast 30 milljarða króna

SÍK hefur sent frá sér tölur um árlega veltu í kvikmynda- og sjónvarpsgreininni. 

Byggt er á tölum frá Hagstofu Íslands um veltu samkvæmt staðlinum ISAT 59-11, sem er kvikmyndagerð og tilheyrandi.

Glöggt sést að veltan í kvikmyndabransanum hefur aukist mikið á undanförnum áratug þrátt fyrir sveiflur og er enn í miklum vexti. Athugið að tölur eru ekki núvirtar, heldur á verðlagi hvers árs. Þetta ýkir muninn milli allra síðustu ára og fyrri ára.

Inn í þessum tölum eru (væntanlega) öll kvikmynda- og sjónvarpsverkefni, innlend sem erlend.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR