Stefnir í um helmings niðurskurð á Kvikmyndasjóði

Enn stendur til að skera niður Kvikmyndasjóð samkvæmt nýbirtri fjármálaáætlun. SÍK hefur sent frá sér tölur sem sýna að sjóðurinn hefur verið skorinn niður um helming á undanförnum árum.

Á Facebook síðu SÍK segir:

Nýbirt fjármálaáætlun ríkistjórnarinnar boðar niðurskurð á endurgreiðslum og svo stefnir í að Kvikmyndasjóður verði helmingurinn (49% niðurskurður) af því sem hann var 2021 (á verðlagi í janúar 2024). Þetta er þriðji meiriháttar niðurskurðurinn á sjóðnum á síðastliðnum 20 árum. Það stefnir í að sjóðurinn verði rétt undir framlaginu 2009. Svona talandi um stöðugleika. Árið 2006 gerði greinin samkomulag við ríkið um Kvikmyndasjóð. Framlög í sjóðinn hafa 4 sinnum náð því viðmiði sem þá var sett.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR