[Stikla, plakat] Valið milli glansmyndar og sannrar ástar í EINSKONAR ÁST

Einskonar ást er fjórða bíómynd Sigurðar Antons Friðþjófssonar, sem jafnframt skrifar handrit.

Júlíus Kemp framleiðir fyrir Kvikmyndafélag Íslands.

Einskonar ást er nútímasaga um fjórar ungar konur. Þær reyna að fóta sig í flóknum ástarsamböndum, en freistingar á borð við sykurpabba og OnlyFans flækja málin. Í leit sinni að bestu útgáfunum af sjálfum sér standa þær frammi fyrir valinu á milli glansmyndar og sannrar ástar.

Með helstu hlutverk fara Kristrún Kolbrúnardóttir, Edda Lovísa Björgvinsdóttir, Laurasif Nóra, Magdalena Towrek og Andrea Snædal.

Sýningar hefjast í kvikmyndahúsum 19. apríl.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR