Sjónvarpsmyndin NOKKUR AUGNABLIK UM NÓTT á RÚV um páskana

Á páskadag mun RÚV frumsýna nýja íslenska sjónvarpsmynd í leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar.

Myndin ber heitið Nokkur augnablik um nótt sem gerist á fullkomnu sumarkvöldi í fullkomnum sumarbústað. Þar kynnir Björk nýja kærastann fyrir Ragnhildi, stóru systur sinni, og manninum hennar. Það stefnir allt í afslappaða og fullkomna kvöldstund en stundum þarf ekki nema nokkur augnablik og allt breytist.

Myndin er byggð á samnefndu leikriti eftir Adolf Smára Unnarsson sem var sýnt í Þjóðleikhúsinu 2022. Með aðalhlutverk fara Björn Thors, Ebba Katrín Finnsdóttir, Hilmar Guðjónsson og Vigdís Hrefna Pálsdóttir.

Stiklu má skoða hér.

HEIMILDRÚV
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR