Myndin ber heitið Nokkur augnablik um nótt sem gerist á fullkomnu sumarkvöldi í fullkomnum sumarbústað. Þar kynnir Björk nýja kærastann fyrir Ragnhildi, stóru systur sinni, og manninum hennar. Það stefnir allt í afslappaða og fullkomna kvöldstund en stundum þarf ekki nema nokkur augnablik og allt breytist.
Myndin er byggð á samnefndu leikriti eftir Adolf Smára Unnarsson sem var sýnt í Þjóðleikhúsinu 2022. Með aðalhlutverk fara Björn Thors, Ebba Katrín Finnsdóttir, Hilmar Guðjónsson og Vigdís Hrefna Pálsdóttir.
Stiklu má skoða hér.