[Stikla] Þáttaröðin SKVÍS í Sjónvarp Símans 27. mars

Þáttaröðin Skvís í leikstjórn Reynis Lyngdal kemur í Sjónvarp Símans í lok mars. Tanja Björk Ómarsdóttir, Hlín Ágústsdottir, Ólöf Birna Torfadóttir og Silja Rós Ragnarsdóttir skrifa handrit.

Rúna og Fríða neyðast til að finna sér nýjan meðleigjanda þar sem sá fyrrverandi flutti óvænt út án þess að borga leigu. Eftir þó nokkuð af skrautlega skemmtilegum viðtölum fær Sóley nokkur, herbergið. Sambúðin er þó ekki eilífur dans á rósum þar sem um gríðarlega ólíka en stóra persónuleika er að ræða. Allar þurfa sitt pláss bæði í ástum, vinnu og einkalífi.

Með aðalhlutverk fara Unnur Birna Backman, Tanja Björk Ómarsdóttir og Silja Rós Ragnarsdóttir. Arnbjörg Hafliðadóttir framleiðir fyrir Glassriver.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR