Ásgeir Sigurðsson handritshöfundur, leikstjóri og annar aðalleikara þáttanna, segir á Facebook síðu sinni:
Kæru kollegar og vinir, það eru eflaust einhverjir hér inni sem vita að þáttaserían okkar „Gestir“ var nýverið frumsýnd á Sjónvarpi Símans Premium, en þetta er ekki bara shameless plug, heldur langaði mig að vekja athygli á það að hægt er að finna handritið að verkinu inni á (hálfbökuðu) heimasíðunni okkar. Persónulega finnst mér handritamenningin hér á landi hálf-slöpp og hefði ég viljað hafa kost á því að lesa íslensk handrit þegar að ég var að taka mín fyrstu skref, en var því miður mjög takmarkaður aðgangur að þeim. Hægt er að finna bæði handritin af „Gestir“ og fyrrum mynd okkar „Harmur“, þó að þetta eru augljóslega ekki „fullkomin“ handrit að þá voru bæði verk sýnd í SAMbíóum og Símanum þannig að hægt er að fá góða ímynd á hvernig handrit líta út sem eru í notkun innan okkar geira, t.d. fyrir þá sem eru uppákomandi eða í námi. https://ljosfilms.com/handrit/