Portúgalska myndin Baan hlýtur Gullna lundann á RIFF 2023. Tilkynnt var um verðlaunahafa í Háskólabíói fyrr í dag.
Baan fjallar um sögupersónurnar L og K. Myndin blandar saman bæði tíma, rúmi og tilfinningum sem hrynja þegar Lissabon blandast saman við Bangkok í sérstakri frásögn.
Úrslit hátíðarinnar voru eftirfarandi:
Gullna eggið:
This is Ours by Simon London
Alþjóðlegar stuttmyndir:
Been there eftir Corina Schwingruber
Íslenskar stuttmyndir:
Besta íslenska stuttmyndin:
Bókaskipti (Síðsumar í Reykjavík) eftir Berg Árnason
Dómnefndarverðlaun:
Sorgarstig eftir Þorleif Gauk Davíðsson, Hörð Freyr Brynjarsson, Stroud Rohde Pearce
Sérstök viðurkenning (íslenskar stuttmyndir):
Allt um kring eftir Birnu Schram
Náttúrubönd eftir Sven Peetoom, Grímu Irmudóttir og Jonathan Damborg.
Besta íslenska nemenda stuttmyndin:
Make a Wish, Benóný! eftir Kötlu Sólnes
Önnur framtíð:
Orlando, My Political Biography frá Frakklandi
Vitranir – Gullni lundinn:
Sigurvegari: Baan eftir Leonor Teles frá Portúgal.
Sérstök viðurkenning: Family Time eftir Tia Kouvo frá Finnlandi.