Sænski sjónvarpsgagnrýnandinn Kjell Häglund setur þáttaröðina Aftureldingu í fyrsta sæti yfir áhugavert nýtt sjónvarpsefni þessa dagana. Þættirnir eru nú sýndir á SVT, sænska ríkissjónvarpinu.
Kjell segir þættina fjalla um annað og meira en handbolta og hrósar samtölum, persónusköpun, leik og myndatöku.
Hér má lesa umsögn Häglund.