Northern Comfort eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson var opnunarmynd Transilvaníuhátíðarinnar í Rúmeníu síðastliðinn föstudag. Norrænar kvikmyndir verða í brennidepli í ár.
Hátíðin fer fram 9.-18 júní í borginni Cluj-Napoca í Rúmeníu og verða myndirnar sýndar undir merkjum Scandinavian Films, regnhlífarsamtökum norrænna kvikmyndastofnana og -miðstöðva, í samstarfi við sendiráð Íslands, Danmörku, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar.
Tvær aðrar nýjar íslenskar bíómyndir verða sýndar á hátíðinni. Á ferð með mömmu eftir Hilmar Oddsson og Svar við bréfi Helgu í leikstjórn Ásu Helgu Hjörleifsdóttur. Heimildamyndin Mannvirki eftir Gústav Geir Bollason, verður einnig sýnd á hátíðinni. Norrænt sjónvarpsefni á þar einnig sinn stað og verða fyrstu tveir þættir Verbúðarinnar sýndir í flokki sem nefnist Coming up Next. Einnig verður boðið upp á sýningar á sígildum myndum frá Norðurlöndum, þar á meðal verður kvikmynd Reynis Oddssonar, Morðsaga frá 1977, á dagskrá.