Bandaríska framleiðslufyrirtækið Skybound Entertainment, framleiðandi hinnar gríðarvinsælu þáttaraðar The Walking Dead, hefur keypt meirihluta í Sagafilm.
Skybound kaupir meirihlutann í samvinnu við leikjaframleiðandann 5th Planet Games (5PG), sem það á hluta í. Beta Nordic Studios, dótturfélag þýska framleiðslu- og dreifingarrisans Beta Film sem keypti fjórðungshlut í Sagafilm fyrir þremur árum, mun áfram halda sínum hlut. Eigendur Sagafilm, Kjartan Þórðarson og Ragnar Agnarsson, verða hluthafar í Skybound og 5PG, sem og Þór Tjörvi Þórsson sem nýverið var ráðinn framkvæmdastjóri Sagafilm.