Framleiðandi THE WALKING DEAD kaupir meirihluta í Sagafilm

Bandaríska framleiðslufyrirtækið Skybound Entertainment, framleiðandi hinnar gríðarvinsælu þáttaraðar The Walking Dead, hefur keypt meirihluta í Sagafilm.

Skybound kaupir meirihlutann í samvinnu við leikjaframleiðandann 5th Planet Games (5PG), sem það á hluta í. Beta Nordic Studios, dótturfélag þýska framleiðslu- og dreifingarrisans Beta Film sem keypti fjórðungshlut í Sagafilm fyrir þremur árum, mun áfram halda sínum hlut. Eigendur Sagafilm, Kjartan Þórðarson og Ragnar Agnarsson, verða hluthafar í Skybound og 5PG, sem og Þór Tjörvi Þórsson sem nýverið var ráðinn framkvæmdastjóri Sagafilm.

FRÁC21
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR