FÁR fær sérstaka viðurkenningu í Cannes

Stuttmyndin Fár eftir Gunni Martinsdóttur Schlüter hlaut sérstaka viðurkenningu í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni í Cannes.

Myndin var á meðal 11 verka sem sýnd voru í keppnisflokki stuttmynda á hátíðinni í ár. Gullpálmann hlaut Flóra Anna Buda, frá Ungverjalandi, fyrir stuttmyndina 27.

Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á lokadegi kvikmyndahátíðarinnar, 27. maí.

Sjá einnig: Besta hugsanlega byrjun sem stuttmynd getur fengið

Í Fár tekst einstaklingur á við aðstæður sem reyna á siðferði mannskepnunnar í aftengdum heimi við náttúruna. Gunnur leikstýrir myndinni, skrifar handrit hennar og fer að auki með aðalhlutverkið. Framleiðendur eru Sara Nassim og Rúnar Ingi Einarsson hjá framleiðslufyrirtækinu Norður.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR