Mikil stækkun fyrirhuguð í Gufunesi

RVK Studios og True North hyggjast ráðast í mikla stækkun í Gufunesi og fjölga myndverum og þjónusturýmum. Þetta var kynnt í dag.

Borgarráð samþykkti í gær að ganga til samninga við fyrirtækin. Vísir spyr Dag B. Eggertsson borgarstjóra um þessar áætlanir. Dagur að kvikmyndaverið verði einstakt og beri þess merki að vera íslenskt. Hollywood muni laðast að því eins og við séum nú þegar farin að sjá.

„Núna á að byggja upp það öfluga innviði að við getum tekist á hendur hvaða verkefni sem er. Í raun tvö stór verkefni á sama tíma. Það er verið að undirbúa framtíðina með stóru F-i þarna,“ segir Dagur.

Afstöðumynd af fyrirhugaðri uppbyggingu í Gufunesi | Mynd: +ARKITEKTAR.
HEIMILDVísir
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR