BERDREYMI verðlaunuð á Thessaloniki hátíðinni, HREIÐRIÐ hlaut tvenn verðlaun á Ítalíu

Berdreymi Guðmundar Arnars Guðmundssonar var verðlaunuð á Thessaloniki Film Festival í Grikklandi, sem fram fór í 63. sinn á dögunum. Þetta eru tólftu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.

Berdreymi hlaut Fischer áhorfendaverðlaunin í flokknum Open Horizons.

Þá var stuttmyndin Hreiðrið eftir Hlyn Pálmason verðlaunuð í lok síðasta mánaðar á 40. alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Sulmona á Ítalíu. Hún var bæði valin besta alþjóðlega stuttmyndin og Hlynur var valin besti leikstjórinn. Myndin hefur þá hlotið fern alþjóðleg verðlaun.

Báðar myndir eru framleiddar af Anton Mána Svanssyni hjá Join Motion Pictures.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR