Stuttmyndin Hreiður eftir Hlyn Pálmason vann nýlega aðalverðlaunin á stuttmyndahátíðinni í Odense í Danmörku og er þar með komin í forvalið fyrir Evrópsku kvikmyndaverðlaunin, líkt og bíómynd Hlyns Volaða land.
Í júlí síðastliðnum vann myndin aðalverðlaunin á Curtas Vila do Conde hátíðinni í Portúgal.
Hreiður hefur á undanförnum mánuðum tekið þátt í mörgum hátíðum, til dæmis Karlovy Vary, Curtas Vila do Conde, Odense, San Sebastian og Nordisk Panorama. Hún hefur einnig selst víða, meðal annars til MUBI, WDR/Arte og til Criterion Channel.