VOLAÐA LAND selst víða

Gengið hefur verið frá sölum á Volaða land eftir Hlyn Pálmason víðsvegar um heiminn. Alls hefur myndin nú selst til yfir 40 landa og svæða.

Meðal annars hefur myndin verið seld til Bandaríkjanna, Bretlands, Spánar, Benelux landanna, Skandinavíu, Ítalíu, Tékklands, Slóvakíu, S-Kóreu, Tyrkland, Úkraínu og Frakklands.

New Europe Film Sales annast sölu á myndinni, sem nú tekur þátt í Telluride hátíðinni í Bandaríkjunum og fer þaðan til Toronto og síðan á BFI London Film Festival. Þá er hún einnig í keppni í San Sebastian ásamt stuttmynd Hlyns, Hreiður.

Volaða land er jafnframt tilnefnd til Norrænu kvikmyndaverðlaunanna og er í forvali til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem verða veitt í Reykjavík í desember.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR