VOLAÐA LAND keppir í aðalflokki BFI London Film Festival

Kvikmynd Hlyns Pálmasonar, Volaða land, keppir um verðlaun sem besta myndin á BFI London Film Festival sem fer fram í Lundúnum 6.-16. október.

Volaða land er á meðal átta tilnefndra mynda og má skoða hinar hér. Dómnefnd verðlaunanna verður kynnt á næstu vikum en verðlaunahafi verður kynntur í vefútsendingu 16. október.

Þetta er í 66. sinn sem hátíð BFI í Lundúnum fer fram. Stofnað var til verðlaunanna 2009 og varð leikstjórinn Jacques Audiard sá fyrsti til að hreppa þau, fyrir kvikmyndina Un prophète.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR