Berdreymi eftir Guðmund Arnar Guðmundsson vann til verðlauna á Omladinski-kvikmyndahátíðinni sem fram fór í Sarajevó í Bosníu og Hersegóvínu í síðustu viku.
Berdreymi var valin besta myndin í flokknum „Generation Features“ á hátíðinni en það voru leikararnir Áskell Einar Pálmason og Blær Hinriksson sem tóku á móti verðlaununum fyrir hönd aðstandenda myndarinnar.
Leikarinn Blær Hinriksson hlaut einnig verðlaun á hátíðinni fyrir besta leik í myndunum Berdreymi og Hjartasteinn.
Vísir greindi frá.