TRUE DETECTIVE væntanleg hingað í tökur, einnig ný kvikmynd Lynne Ramsay

Orðrómur er á kreiki um að fjórða syrpa hinnar margverðlaunuðu þáttaraðar, True Detective, verði tekin upp hér á landi að megninu til á næstunni. Þá mun nýjasta mynd Lynne Ramsay, Stone Mattress eftir sögu Margaret Atwood, verða filmuð hér og á Grænlandi í september.

Jodie Foster mun fara með aðalhlutverkið í True Detective þáttunum að þessu sinni. Þættirnir gerast í Alaska. Sex starfsmenn heimskautarannsóknarmiðstöðvar hverfa sporlaust og rannsóknarlögreglukonan Liz Danvers (Foster) freistar þess að leysa ráðgátuna. Óskarsverðlaunaleikstjórinn Barry Jenkins (Moonlight) hefur verið orðaður við leikstjórn. Þættirnir eru gerðir fyrir HBO og mun True North þjónusta verkefnið hér.

Ný mynd skosku leikstýrunnar Lynne Ramsay (You Were Never Really Here), er byggð á skáldsögunni Stone Mattress eftir Margaret Atwood. Julianne Moore og Sandra Oh fara með helstu hlutverk. Þetta mun vera hefndarþriller sem gerist um borð í farþegaskipi á Norðurheimskautinu. Amazon, Film 4 og Studiocanal fjármagna myndina. The Playlist bendir á að allar myndir Ramsay hafi hingað til verið frumsýndar á Cannes og ekki ólíklegt að svo verði einnig um þessa, væntanlega á næsta ári.

Ramsay ræddi nýlega við Hollywood Reporter um verkefnið: “I was immediately gripped by the way it framed the deeply buried trauma of a post-menopausal woman – an age group we hear from all too rarely – through the dynamic and multifaceted character of Verna,” she says. “From its tongue-in-cheek humor to its moments of icy vengeance and delicate portrayal of an emotional repression specific to the boomer generation, it is a story I’ve wanted to materialize on-screen since my first reading.”

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR