RÚV auglýsir eftir aðstoðar dagskrárstjóra

RÚV auglýsir eftir aðstoðardagskrárstjóra sem hefur breiða þekkingu á dagskrárefni og framleiðslu. Um er að ræða faglega umsjón og samstarf við dagskrárstjóra um innkaup og framleiðslu á heimildaefni, fræðslu og menningarefni.

HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐ

  • Hugmyndavinna, þróun, framleiðsla, kaup, áætlanagerð, stefnumótun og fagleg umsjón með heimildaefni, fræðslu- og menningarefni.
  • Svörun erinda og dagleg samskipti við sjálfstæða framleiðendur heimildaefnis, dagskrárgerðarfólk og aðra efnisbirgja .
  • Undirbúningur, verkefnastýring og eftirlit með framleiðslu heimildaefnis fyrir hönd sjónvarps.
  • Ráðningar, samskipti og stuðningur við dagskrárgerðarfólk

MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR

  • Háskólapróf á sviði fjölmiðlunar, kvikmyndagerðar eða annars sem tengist ábyrgðarsviði og verkefnum.
  • Yfirgripsmikil reynsla og þekking á framleiðslu heimildaefnis.
    Skipulagsfærni og nákvæmni.
  • Gott vald á íslenskri tungu, ritfærni og ágæt tungumálaþekking, einkum í ensku og Norðurlandamálum.
  • Góð hæfni í samskiptum og færni til að leiða árangursríka samvinnu.

Umsóknarfrestur er til og með 01. júní 2022.

Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar og umsókn.

HEIMILD50skills
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR