Margrét Júlía Reynisdóttir valin besta unga leikkonan fyrir BIRTU

Margrét Júlía Reynisdóttir var valin af dómnefnd sem besta unga leikkonan á barnakvikmyndahátíðinni KIKIFe, sem fór fram dagana 18.-24. október í Þýskalandi. Margrét Júlía, sem er aðeins 8 ára, fer með hlutverk Kötu í kvikmyndinni Birtu.

Þar leikur hún litlu systur Birtu. Þetta eru önnur verðlaunin á rúmri viku sem kvikmyndin Birta hlýtur en aðalleikkona myndarinnar Kristín Erla Pétursdóttir, 12 ára sem leikur sjálfa Birtu var valin besta leikkonan á Schlingel barnamyndahátíðinni þann 16. október síðastliðinn.

Birta er skrifuð af Helgu Arnardóttur og leikstýrð af Braga Þór Hinrikssyni. Þau eru jafnframt framleiðendur myndarinnar fyrir H.M.S. Productions. Myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi þann 5. nóvember n.k. og á Símanum Premium 25. nóvember.

KIKIFe hátíðin hefur í sinni 30 ára sögu skipað sér stóran sess í þýska kvikmyndaiðnaðinum. Á hátíðinni eru sýndar hágæða kvikmyndir hvaðanæva að úr heiminum og sex þeirra komast í forval um verðlaunasæti. Nánari upplýsingar um hátíðina má finna hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR