Útskriftarmynd Óskars Kristins Vignissonar frá Danska kvikmyndaskólanum, Frie mænd (Frjálsir menn), hefur verið valin til þátttöku í Cinéfondation flokkinn á Cannes hátíðinni sem fram fer í júlí.
Frie mænd er gamanmynd um tvo góða vini sem lenda í vandræðum í starfi sínu. Það neyðir þá til að hugsa upp á nýtt hvað frelsi merkir.
Meðal leikara í myndinni er hinn kunni Sören Malling (Borgen, Flateyjargátan, Hjartasteinn).
Cinéfondation er sérstök stofnun innan Cannes hátíðarinnar og var sett á fót 1998. Markmið hennar er að styðja við upprennandi leikstjóra með sýningum á myndum þeirra auk þess sem hún starfrækir vinnustofur þar sem ungir leikstjórar geta þróað verkefni sín. Á hverju ári eru sýndar 15-20 útskriftarmyndir úr kvikmyndaskólum um allan heim, en þær eru valdar úr yfir 1000 kvikmyndum.
Stiklu myndarinnar má skoða að neðan.