Saumaklúbburinn eftir Göggu Jónsdóttur hefur fengið mikla aðsókn í vikunni og er í fyrsta sæti aðsóknarlistans. Skuggahverfið er í 13. sæti eftir opnunarhelgina.
Saumaklúbbinn sáu 5,643 gestir í vikunni en alls nemur aðsókn nú 9,316 gestum. Þetta er mjög sambærilegt við stígandann í Ömmu Hófi sem sýnd var síðasta sumar.
Skuggahverfið eftir Jón Gústafsson og Karolina Lewicka var frumsýnd um helgina. 123 sáu hana um helgina, en alls 162 með forsýningu.
Alma eftir Kristínu Jóhannesdóttur hefur nú gengið í kvikmyndahúsum í sex helgar. 36 sáu hana í vikunni og hafa alls 725 séð hana.
Samkomutakmarkanir eru í gildi vegna faraldursins.
Aðsókn á íslenskar myndir 7.-13. júní 2021
VIKUR | MYND | AÐSÓKN | ALLS (SÍÐAST) |
---|---|---|---|
2 | Saumaklúbburinn | 5,643 | 9,316 (3,673) |
Ný | Skuggahverfið | 123 | 162 með forsýningu |
6 | Alma | 36 | 725 (689) |