Fyrsta íslenska VFX klippan?

Á vefnum Ísland á filmu sem Kvikmyndasafn Íslands rekur má finna þessa stuttu klippu þar sem Óskar Gíslason og samstarfsmenn prófa sig áfram með effekta fyrir Síðasta bæinn í dalnum (1950).

Nokkuð óhætt er að kalla þetta fyrstu íslensku VFX (test) klippuna.

Þetta var tekið upp í Grímsnesi sumarið 1950. Hér má sjá Óskar og félaga hans Þorleif Þorleifsson við þriðja mann prófa sig áfram með kvikmyndabrellur sem síðar voru notaðar við gerð myndarinnar Síðasti bærinn í dalnum. Síðasti bærinn í dalnum er fyrsta leikna kvikmynd Óskars Gíslasonar og var tekin upp á Tannastöðum í Ölfusi, í Kershelli og í Kjósinni. Hún var frumsýnd árið 1950. Jórunn Viðar samdi tónlistina við myndina og var það fyrsta kvikmyndatónlist sem samin var á Íslandi við mynd í fullri lengd.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR