[Stikla, plakat] ÍSLAND: BÍÓLAND hefst á RÚV 14. mars

Ísland: bíóland er þáttaröð í tíu hlutum um sögu íslenskra kvikmynda frá byrjun tuttugustu aldar til okkar tíma. Þættirnir hefja göngu sína í RÚV sunnudaginn 14. mars. Stikla og plakat þáttanna hafa verið opinberuð.

Hver þáttur tekur ákveðið tímabil fyrir, þar sem fjallað er um kvikmyndir þess tíma og valdir kaflar sýndir úr þeim. Farið er yfir inntak þeirra, áherslur, nálgun og aðstæðurnar sem þær eru gerðar í.

Vel á annað hundrað viðmælendur koma fram í þáttunum – leikstjórar, framleiðendur, handritshöfundar, leikarar og aðrir kvikmyndagerðarmenn auk fjölmargra innlendra og erlendra kvikmyndasérfræðinga.

Ásgrímur Sverrisson leikstýrir þáttaröðinni, skrifar handrit og er þulur. Framleiðendur eru Guðbergur Davíðsson, Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson. Sunna Gunnlaugs semur tónlist, Konráð Gylfason sér um litgreiningu og samsetningu, Örn Marinó Arnason stjórnar kvikmyndatöku, Hallur Ingólfsson vinnur hljóð og Thank You gerir grafík.

Þættirnir eru framleiddir af Kvikmyndasögum ehf, en RÚV er meðframleiðandi. Þeir eru gerðir í samvinnu við Kvikmyndasafn Íslands. Kvikmyndamiðstöð Íslands styrkir verkefnið sem og Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið.

Rétt er að taka fram að ritstjóri Klapptrés er jafnframt leikstjóri þessarar þáttaraðar.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR