HBO Nordic hefur sent frá sér stiklu þáttaraðarinnar Velkommen til Utmark í leikstjórn Dags Kára. Þættirnir verða frumsýndir með vorinu.
Klapptré sagði fyrst frá verkinu hér, en þáttaröðinni er svo lýst:
Allir þekkja alla í þessu einangraða samfélagi á jaðri siðmenningarinnar. Utmark er staður þar sem andrúmsloftið er skrýtið og villt og gestrisni gildir ekki um nýbúa. Þegar bjartsýnn skólakennari kemur í þorpið í von um áhyggjulaust líf í fallegu umhverfi, gerir hún sér fljótt grein fyrir því að sú eina sem hagar sér sæmilega er 12 ára stelpa.
Þættirnir eru átta í þessu norska gamandrama og höfundur handrits er Kim Fupz Aakeson (A Somewhat Gentle Man, In Order of Disappearance).