Horfðu á Systurverðlaunamyndirnar hér

Reykjavik Feminist Film Festival (RVK FFF) lýkur í kvöld með afhendingu Systurverðlaunanna. Hægt er að horfa frítt á myndir hátíðarinnar á vef hátíðarinnar í dag, en eftirtaldar myndir fá verðlaun (smelltu á plaköt myndanna til að horfa):

Besta stuttmyndin: Ég. Leikstjórar: Vala Ómarsdóttir og Hallfríður Þóra Tryggvadóttir.

Besta stutta heimildamyndin: Our Love. Leikstjóri: Valeriya Golovina.

Besta tilraunastuttmyndin: The Lamp in the Ceiling. Leikstjóri: Anette Svane.

Besta Covid-sttumyndin: Her. Leikstjóri: Júlía Hrefna Rokk Bjarnadóttir.

Í dómnefnd sátu Guðrún Ragnarsdóttir, Tinna Hrafnsdóttir og Guðrún Elsa Bragadóttir.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR