Bíó Paradís hefur í dag opnað eigin efnisveitu, Heimabíó Paradís, fyrst íslenskra kvikmyndahúsa. Efnisveitan er í formi greiðsluveitu (pay-per-view).
Til að byrja með eru tíu nýjar og nýlegar myndir í boði, sem verið hafa í sýningum í Bíó Paradís. Að auki er boðið uppá nýja dagskrá hinnar árlegu Alþjóðlegu barnakvikmyndahátíðar sem nú fer í fyrsta skipti fram aðeins á netinu dagana 27. nóv. – 6. des.
Á næstu vikum munu svo reglulega bætast við fleiri myndir, bæði gamlar og nýjar.
Verðskrá er sem hér segir í kynningu (fyrst um sinn munu öll verð birtast í evrum á síðunni. Verið er að vinna í því að fá verðin inn í íslenskum krónum):
Almennt leiguverð – 1190 ISK (6.99 EUR)
Myndir á Barnakvikmyndahátíð – 990 ISK (5.99 EUR)
Frumsýningarverð (glænýjar myndir) – 1690 ISK (9.99 EUR)
Hér má skoða algengar spurningar.
Hér má skoða Heimabíó Paradís.