Þetta kemur fram í frétt mbl.is af miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins sem nú stendur yfir:
Vísaði hann þar í kvikmyndastefnu sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur lagt fram og miðar að því að gera kvikmyndaframleiðslu að fjórðu stoð íslensks efnahagslífs.
„Árið 2019 störfuðu um 26 þúsund manns við ferðaþjónustu á Íslandi. Getum við sett okkur markmið um það að 10-15 þúsund muni starfa í kvikmyndum og tölvuleikjum innan fárra ára og veltan fari úr tæpum 30 milljörðum króna í 300 milljarða? Það er hægt með markvissri stefnu,“ sagði Sigurður Ingi.
Benti hann á að ferðavenjukönnun sýndi að tæplega 40% þeirra ferðamanna sem hingað koma tækju ákvörðun eftir að hafa séð Ísland á sjónvarpsskjánum eða hvíta tjaldinu.