spot_img

Hvernig Markelsbræður fundu leið að settu marki

Helgi Snær Sigurðsson hjá Morgunblaðinu ræðir við Þorkel Harðarson um velgengni Síðustu veiðiferðarinnar og Ömmu Hófí, sem og frekari fyrirætlanir þeirra Markelsbræðra.

Segir í inngangi:

Kvik­mynd­irn­ar, Amma Hófí og Síðasta veiðiferðin, hafa sam­an­lagt lokkað um 54 þúsund manns í bíó, álíka marga og sáu all­ar þær ís­lensku mynd­ir sem voru í bíó í fyrra en þær voru 16 tals­ins.

Rætt er við Þor­kel í nýj­asta þætti kvik­mynda­hlaðvarps­ins BÍÓ og fór sam­talið fram á taí­lensk­um veit­ingastað eins og heyra má glöggt und­ir lok sam­tals­ins.

„Við erum bún­ir að vinna í þess­um bransa frá því á síðustu öld og vor­um alltaf að vinna fyr­ir aðra í gamla daga, mikið fyr­ir Friðrik Þór og fleiri, vor­um svona þræl­ar í þess­um mynd­um að halda á þung­um hlut­um fyr­ir ákv­arðana­fælið fólk á skrítna staði á furðuleg­um tíma sól­ar­hrings­ins, það er kvik­mynda­gerð í hnot­skurn,“ seg­ir Þorkell. „Þá sáum við hvernig þess­ar mynd­ir voru gerðar og hvað væri að fara í súg­inn, að okk­ar mati. Þannig að við fund­um það út að ef við sleppt­um óþarf­an­um væri hægt að gera mynd á miklu hag­kvæm­ari hátt,“ seg­ir Þorkell.

Þeir Örn bjuggu til mód­el út frá þess­ari reynslu sinni, seg­ir Þorkell, eða aðferð við að búa til kvik­mynd­ir. „Mód­elið snýst um að þú ger­ir mynd af ákveðnum toga á ákveðinn hátt og hluti af mód­el­inu er að þú kem­ur fólk­inu á ákveðinn stað – eins og til dæm­is í Síðustu veiðiferðinni, þá kom­um við því í veiðikof­ann – og í kring­um veiðikof­ann og í ánni og út frá þess­um sentral punkti þá ger­um við út, skjót­um mynd­ina. Það þýðir að þú ert ekki að eyða dýr­mæt­um tíma með fólk á laun­um í að keyra lands­horna á milli,“ seg­ir Þorkell.

Víðar er komið við í sam­tal­inu eins og heyra má í hlaðvarpsþætt­in­um hér fyr­ir neðan.

Sjá nánar hér: Fundu leið að settu marki

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR