Helstu kvikmyndahátíðir heimsins standa fyrir stafrænni hátíð á YouTube

Stærstu alþjóðlegu kvikmyndahátíðir heimsins hafa tekið höndum saman við  YouTube og hyggjast halda stafrænu kvikmyndahátíðina „We Are One: A Global Film Festival“ frá 29. maí til 7. júní

Þetta er gert í ljósi þess að mörgum hátíðum hefur verið frestað vegna faraldursins, þar á meðal Cannes og nú síðast Karlovy Vary. Á meðal hátíða sem taka þátt eru Berlín, Cannes, Feneyjar, San Sebastian, Tribeca og Toronto.

Hátíðinni verður streymt í gegnum hlekkinn Youtube.com/WeAreOne.

Dagskráin, sem verður ókeypis, mun innihalda bíómyndir, stuttmyndir, heimildamyndir, tónlist og samtöl (Q&A, meistaraspjall). Nánar verður tilkynnt um dagskrána síðar, en óljóst er á þessu stigi um áhuga kvikmyndaframleiðenda á verkefninu. Í frétt Deadline segir meðal annars að ekki sé búist við að nýjar bíómyndir verði á dagskránni, en líklega verði sýndar einhverjar eldri myndir sem ekki hafa fengið mikla dreifingu.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR