Síðasta veiðiferðin er áfram í fyrsta sæti aðsóknarlistans eftir þriðju sýningarhelgi. Gestir á myndina eru um fjórðungur heildaraðsóknar síðustu viku, sem dróst þó verulega saman í kjölfar takmarkaðs samkomubanns. Á morgun skellur á enn þrengra samkomubann sem þýðir að kvikmyndahúsin loka. Framleiðendur myndarinnar segja sýningar hefjast aftur þegar bíóin opna á ný.
1,535 gestir sáu myndina í vikunni og nemur heildarfjöldi gesta nú 12,899 manns. Til samanburðar fékk vinsælasta mynd síðasta árs, Agnes Joy, 12,215 gesti á níu vikum.
Aðsókn á íslenskar myndir 16.-22. mars 2020
VIKUR | MYND | AÐSÓKN | HEILDAR- AÐSÓKN | STAÐA HEILDAR- AÐSÓKNAR Í SÍÐUSTU VIKU |
---|---|---|---|---|
3 | Síðasta veiðiferðin | 1,535 | 12,899 | 11,364 |