Tilnefningar til Edduverðlauna 2020

Tilnefningar til Eddunnar 2020 hafa nú verið gerðar opinberar.

Edduverðlaunin eru veitt árlega af Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni og voru þau fyrst veitt árið 1999. Innsend verk í ár eru fjölmörg, en þegar innsendingafresti lauk þann 21. janúar sl. höfðu framleiðendur sent alls 121 verk inn í keppnina. Að auki voru 266 innsendingar til fagverðlauna Eddunnar. Gjaldgeng voru sjónvarps- og kvikmyndaverk sem voru sýnd opinberlega á tímabilinu 1. janúar 2019 til 31. desember 2019.

Af innsendum verkum eru sjónvarpsverk alls 90 talsins. Innsendar kvikmyndir eru 11 og stuttmyndir 3. Heimildamyndir eru 17 og 11 verk flokkast undir barna og unglingaefni.

Það var í höndum ellefu valnefnda að fara yfir öll innsend verk og velja þau sem tilnefnd eru í samtals 27 verðlaunaflokkum Eddunnar. Endanleg val er svo í höndum Akademíumeðlima og hefst kosningin, sem er rafræn, þann 9. mars og stendur yfir í viku.

Eins og fyrri ár mun almenn kosning fara fram á ruv.is um “Sjónvarpsefni ársins”. Öll tilnefnd sjónvarpsverk, alls 28 talsins, keppa til þeirra verðlauna.

Úrslitin verða svo kynnt á Edduhátíðinni 2020 sem verður haldin föstudagskvöldið 20. mars í Origohöllinn og sýnd beint á RÚV.

Tilnefningar eru sem hér segir:

Barna- og unglingaefni ársins

Goðheimar
Skoppa og Skrítla á póstkorti um Ísland
Sögur, söguspilið

Frétta- eða viðtalsþáttur ársins

Hvað höfum við gert?
Kveikur
Leitin að upprunanum

Heimildamynd ársins

Ég er einfaldur maður – ég heiti Gleb
Flórídafanginn
KAF
Síðasta haustið
Vasulka áhrifin

Kvikmynd ársins

Agnes Joy
Hvítur, hvítur dagur
Bergmál

Leikið sjónvarpsefni ársins

Ófærð 2
Pabbahelgar
Venjulegt Fólk 2

Menningarþáttur ársins

Framkoma
Fyrir alla muni
Kiljan
Með okkar augum
Víkingur Heiðar leikur Bach

Mannlífsþáttur ársins

Kokkaflakk II
Lifum lengur
Nörd í Reykjavík
Svona fólk
Veröld sem var

Skemmtiþáttur ársins

Allir geta dansað
Áramótaskaup 2019
Ísskápastríð
Kappsmál
Vikan með Gísla Marteini

Stuttmynd ársins

Blaðberinn
Móðurást
Wilma

Íþróttaefni ársins

Dominos körfuboltakvöld
Heimsleikarnir
HM stofan (HM kvenna í fótbolta)
Íþróttaannálar Stöðvar 2 sport
Undankeppni EM karla í fótbolta

Brellur ársins

CAN Film, Gustav Törnroth, RGB, Jón Már Gunnarsson fyrir Hvítur, hvítur dagur
Pétur Karlsson, Eva Sólveig Þórðardóttir, Haukur Karlsson fyrir Ófærð 2
Sigurgeir Arinbjarnarson fyrir Pabbahelgar

Búningar ársins

Helga Rós V. Hannam fyrir Ófærð 2
Margrét Einarsdóttir fyrir Goðheimar
Rebekka Jónsdóttir fyrir Pabbahelgar

Gervi ársins

Áslaug Dröfn Sigurðardóttir fyrir Ófærð 2
Kristín Júlla Kristjánsdóttir fyrir Goðheimar
Ragna Fossberg fyrir Arctic

Handrit ársins

Hlynur Pálmason fyrir Hvítur, hvítur dagur
Nanna Kristín Magnúsdóttir, Huldar Breiðfjörð og Sólveig Jónsdóttir fyrir Pabbahelgar
Silja Hauksdóttir, Gagga Jónsdóttir og Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir fyrir Agnes Joy

Hljóð ársins

Gunnar Árnason fyrir Agnes Joy
Kjartan Kjartansson fyrir End of Sentence
Lars Halvorsen fyrir Hvítur, hvítur dagur

Klipping ársins

Julius Krebs Damsbo fyrir Hvítur, hvítur dagur
Kristján Loðmfjörð fyrir End of Sentence
Kristján Loðmfjörð og Lína Thoroddsen fyrir Agnes Joy
Logi Ingimarsson fyrir Eden
Stefanía Thors fyrir Vesalings elskendur

Kvikmyndataka ársins

Maria von Hausswolff fyrir Hvítur, hvítur dagur
Sophia Olsson fyrir Bergmál
Tómas Örn Tómasson fyrir Arctic

Leikari ársins í aðalhlutverki

Björn Thors fyrir Vesalings elskendur
Ingvar E. Sigurðsson fyrir Hvítur, hvítur dagur
Sveinn Ólafur Gunnarsson fyrir Pabbahelgar

Leikari ársins í aukahlutverki

Björn Hlynur Haraldsson fyrir Agnes Joy
Hilmir Snær Guðnason fyrir Hvítur, hvítur dagur
Hinrik Ólafsson fyrir Héraðið
Jóel Ingi Sæmundsson fyrir Vesalings Elskendur
Þorsteinn Bachmann fyrir Agnes Joy

Leikkona ársins í aðalhlutverki

Arndís Hrönn Egilsdóttir fyrir Héraðið
Katla Margrét Þorgeirsdóttir fyrir Agnes Joy
Nanna Kristín Magnúsdóttir fyrir Pabbahelgar

Leikkona ársins í aukahlutverki

Donna Cruz fyrir Agnes Joy
Ída Mekkín Hlynsdóttir fyrir Hvítur, hvítur dagur
Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir fyrir Pabbahelgar
Sólveig Arnarsdóttir fyrir Ófærð 2
Unnur Ösp Stefánsdóttir fyrir Ófærð 2

Leikmynd ársins

Atli Geir Grétarsson fyrir Arctic
Bjarni Sigurbjörnsson fyrir Héraðið
Hulda Helgadóttir fyrir Hvítur, hvítur dagur

Leikstjóri ársins

Grímur Hákonarson fyrir Héraðið
Hlynur Pálmason fyrir Hvítur, hvítur dagur
Nanna Kristín Magnúsdóttir og Marteinn Þórsson fyrir Pabbahelgar
Rúnar Rúnarsson fyrir Bergmál
Silja Hauksdóttir fyrir Agnes Joy

Sjónvarpsmaður ársins

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Guðrún Sóley Gestsdóttir
Helgi Seljan
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir
Steiney Skúladóttir

Tónlist ársins

Davíð Berndsen fyrir Þorsti
Edmund Finnis fyrir Hvítur, hvítur dagur
Gísli Galdur Þorgeirsson fyrir Pabbahelgar
Jófríður Ákadóttir fyrir Agnes Joy
Kira Kira fyrir Tryggð

Upptöku- eða útsendingarstjóri ársins

Björgvin Harðarson fyrir Allir geta dansað
Björgvin Harðarson fyrir Mugison í beinni
Salóme Þorkelsdóttir og Gísli Berg fyrir Söngvakeppnin 2019
Vilhjálmur Siggeirsson fyrir Undankeppni EM karla í fótbolta
Þór Freysson fyrir Afmælistónleikar Helgi Björns

Sjónvarpsefni ársins – Almenningskosning á ruv.is

Allir geta dansað
Áramótaskaup 2019
Dominos körfuboltakvöld
Framkoma
Fyrir alla muni
Heimsleikarnir
HM stofan (HM kvenna í fótbolta)
Hvað höfum við gert?
Ísskápastríð
Íþróttaannálar Stöðvar 2 sport
Kappsmál
Kiljan
Kokkaflakk II
Kveikur
Leitin að upprunanum
Lifum lengur
Með okkar augum
Nörd í Reykjavík
Ófærð 2
Pabbahelgar
Skoppa og Skrítla á póstkorti um Ísland
Sögur, söguspilið
Svona fólk
Undankeppni EM karla í fótbolta
Venjulegt Fólk 2
Veröld sem var
Vikan með Gísla Marteini
Víkingur Heiðar leikur Bach

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR