Enn að meðtaka vinsældirnar, rætt við Guðnýju Rós Þórhallsdóttur leikstjóra

Guðný Rós Þórhallsdóttir (mynd: aðsend)

Guðný Rós Þórhallsdóttir leikstýrði myndbandinu við lagið Think About Things með Daða og Gagnamagninu. Í byrjun vikunnar fór áhorfið yfir eina milljón og er Guðný enn að melta þessar góðu viðtökur, skrifar Guðrún Selma Sigurjónsdóttir í Morgunblaðið og ræðir við Guðnýju.

Úr viðtalinu:

„Það eru bara rúm­lega tvær vik­ur síðan við birt­um mynd­bandið á net­inu. Þetta er eig­in­lega pínu óraun­veru­legt. Þetta er allt á net­inu, maður finn­ur ekk­ert fyr­ir þessu nema í tölv­unni. Þetta er ein­hvern veg­inn ekki al­veg búið að „sinka“ inn,“ seg­ir Guðný.

Guðný vann mynd­bandið með sam­starfs­konu sinni Birtu Rán Björg­vins­dótt­ur en þær byrjuðu að vinna sam­an í Kvik­mynda­skóla Íslands árið 2016 og reka nú sam­an fram­leiðslu­fyr­ir­tækið And­vara. Guðný seg­ir þær lítið hafa þekkt Daða áður en þær tóku verk­efnið að sér.

„Ég var að vinna fyr­ir RÚV núll og hafði gert stutt­an heim­ild­arþátt um hann í Rabbbara. Það var í fyrsta skipti sem við Birta hitt­um hann. Umboðsmaður­inn hans þekk­ir Birtu og hann hafði upp­haf­legu sam­band við Birtu. Við sáum að þetta var aðeins stærri fram­leiðsla og þannig kom ég inn í þetta,“ seg­ir Guðný.

„Daði kom með upp­haf­legu hug­mynd­ina um að þau spiluðu í mat­ar­boði og svo myndi bæt­ast meira við. Hann kem­ur til okk­ar með þessa hug­mynd og í kjöl­farið skrifa ég hand­ritið og bæti við og við breytt­um sumu. Við vor­um rosa­lega trú upp­haf­legu hug­mynd­inni. Svo fór­um við í fram­leiðslu. Hann fékk alla dans­ar­ana inn. Við redduðum öll­um auka­leik­ur­un­um. Litli frændi minn er til dæm­is litli strák­ur­inn með hatt­inn. Svo er litla stelp­an sem spil­ar á flaut­una litla frænka Birtu. Þetta var pínu fjöl­skyldu­fram­leiðsla.“

Guðný Rós Þórhallsdóttir vinnur með samstarfskonu sinni Birtu Rán Björgvinsdóttur.
Guðný Rós Þór­halls­dótt­ir vinn­ur með sam­starfs­konu sinni Birtu Rán Björg­vins­dótt­ur. Ljós­mynd/​Aðsend

Mik­il óvissa fylg­ir starf­inu

Guðný lagði áherslu á leik­stjórn í Kvik­mynda­skól­an­um og fram­leiðir meðfram því. Hún er aug­lýs­inga­leik­stjóri hjá Skot Producti­ons. Hún seg­ir mis­mikið að gera og mikla óvissu ein­kenna starfið.

„Það mætti al­veg vera meira að gera. Ann­ars er þetta rosa­lega mis­jafnt. Maður veit í raun­inni aldrei hvað maður ger­ir í næsta mánuði. Það get­ur verið óþægi­legt en ég fún­kera ekki í níu til fimm vinnu. Nú er maður orðinn svo van­ur þess­ari „freel­ance-vinnu“. Að vera kannski í fríi í tvær vik­ur og fara svo í hörku­verk­efni í mánuð eða tvo og svo lifa á því verk­efni í ein­hvern tíma eft­ir á. En eins og ég segi þá myndi maður al­veg vera meira bókaður. Það er erfitt að vinna í fullu starfi sem leik­stjóri. Maður er yf­ir­leitt að gera eitt­hvað annað með eins og að taka að sér fram­leiðslu­verk­efni eða vinna sem aðstoðarmann­eskja í stór­um verk­efn­um,“ seg­ir Guðný sem vinn­ur líka stund­um á bíla­leigu á kvöld­in þegar minna er um að vera í kvik­mynda­gerðinni.

Þegar Guðný er ekki í tök­um nýt­ir hún meðal ann­ars tím­ann til að skrifa. Hún er núna að vinna í hand­riti að stutt­mynd. Hún seg­ist vera hrif­in af dökk­um húm­or og öllu skrítnu.

Mik­il­vægt að gef­ast ekki upp þótt á móti blási

Guðný seg­ir að kon­um fari fjölg­andi í kvik­mynda­geir­an­um og sér­stak­lega í tæknistörf­um. Nefn­ir hún Birtu sam­starfs­konu sína sem dæmi sem er tökumaður. Staða kvenna í kvik­mynda­geir­an­um hef­ur verið í brenni­depli síðustu ár og seg­ist Guðný vera hepp­in að koma inn í brans­ann á þess­um tíma en er þó einnig þreytt á því að tala um sig sem konu í kvik­mynda­geir­an­um.

„Ég hef fengið þessa spurn­ingu í öll­um viðtöl­um sem ég hef farið í. Það er alltaf spurt út í hvernig það er að vera kona. Auðvitað þarf að vekja at­hygli á því að það vanti fleiri kon­ur en mann lang­ar samt ekki í verk­efni út af því að maður er kona. Maður vill fá verk­efni út af því að maður er að gera góða hluti. Að það sé það sem skipti máli.“

Hún seg­ir skipta máli að gef­ast ekki upp til að ná ár­angri. Sjálf fann hún fyr­ir mót­læti þegar hún var að stíga sín fyrstu skref sem ung­ling­ur.

„Ég fékk styrk fyr­ir mynd sem ég ætlaði að gera þegar ég var 17 ára. Ég var kom­in á fullt í fram­leiðslu á þeirri mynd. Ég lendi í því að ég heyri fólk tala um að það hafi ekki trú á mér og ég sé veru­leikafirrt. Þannig að það endaði með því að ég skilaði styrkn­um og lét þetta stoppa mig. Það er ekki fyrr en nokkr­um árum seinna að ég ákveð að ég ætla bara samt að gera þetta. Það verður samt al­veg fimm ára bil þar sem ég ætlaði bara að fara gera eitt­hvað annað. Ekki láta orð annarra stoppa þig,“ seg­ir Guðný að lok­um.

Sjá nánar hér: Enn að meðtaka vinsældirnar

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR