spot_img

Europa Cinemas senda frá sér stuðningsyfirlýsingu við Bíó Paradís

Europa Cinemas, samtök 1232 listabíóa í 43 löndum, hafa sent borgarstjóra og mennta- og menningarmálaráðherra bréf þar sem lýst er yfir stuðningi við Bíó Paradís og hvatt til þess að forða bíóinu frá lokun.

Bíó Paradís hefur um árabil verið félagi í Europa Cinemas, sem styður kvikmyndahús samtakanna til að sýna evrópskar kvikmyndir gegnum MEDIA áætlun Evrópusambandsins.

Claude-Eric Poiroux, forstjóri Europa Cinemas, segir í sínu bréfi að Bíó Paradís sé eitt af flaggskipum samtakanna og mikil áhersla er lögð á gildi stofnunar eins og Bíó Paradísar fyrir menningarlíf landsins.

„Bíó Paradís is one of Europa Cinemas flagship theatres: it is the only Network cinema in Iceland which screens mainly European art house films and runs an extensive film education program for children and youth. Since Bíó Paradís started operating in 2010, the number of films screened in Icelandic cinemas that come from sources other than Hollywood has more than quadrupled. The number of tickets sold each year has gone up from 37.000 in 2011 to 59.000 in 2019 and is continuing to grow.“

Line Bjørn Daugbjerg Christensen, framkvæmdastjóri Öst for Paradis, systurbíós Bíó Paradísar í Árósum, hefur einnig sent frá sér stuðningsyfirlýsingu:

„Island uden sin unikke Arthouse Biograf, Bíó Paradís, er en kulturel umulighed. – og i en af verdens mest toneangivende byer, på så mange kulturelle platforme, vil det være ren katastrofe!“

Europa Cinemas – Bio Paradis Letter of Support – Mayor

Europa Cinemas Bio Paradis Letter of Support – Minister

støttebrev – Bíó Paradís

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR