„Eins og litl­ir strák­ar í Disney-landi“

Birkir Blær Ingólfsson og Jónas Margeir Ingólfsson handritshöfundar (mynd mbl.is/Ásdís)

Morgunblaðið ræðir við Birki Blæ Ingólfsson og Jónas Margeir Ingólfsson sem hafa skrifað handrit að tveimur dramatískum nýjum sjónvarpsseríum, Ísalög (Thin Ice) og Ráðherranum, en báðar verða sýndar á þessu ári.

Ásdís Ásgeirsdóttir blaðamaður tekur viðtalið og þar kemur meðal annars þetta fram:

Það var svo í sam­vinnu við vin­konu þeirra, fjöl­miðlakon­una Björgu Magnús­dótt­ur, að þeir hófu skrif á stjórn­málaseríu.
„Þá kviknaði sú hug­mynd hjá okk­ur að gera dramaseríu um for­sæt­is­ráðherra með geðhvörf. Þetta var á sama tíma og ég var að skrifa meist­ara­rit­gerð mína í lög­fræði. Ég hef aldrei skrifað neitt leiðin­legra en þess­ar 120 blaðsíður um lög­sögu­mörk ríkja á in­ter­net­inu,“ seg­ir Jón­as og hlær.

„Við viss­um ekk­ert hvað yrði úr þessu, þetta var bara hug­mynd, en það opnaðist þarna nýr heim­ur og ég upp­götvaði að það gæti verið gam­an að skrifa. Þá varð ekki aft­ur snúið,“ seg­ir Jón­as.
„Við fór­um svo með hug­mynd­ina til Sagafilm sem tók vel í þetta. Síðan eru liðin mörg ár og Ráðherr­ann er að fara í loftið núna í haust,“ seg­ir hann.

Eins og litl­ir strák­ar í Disney

Eft­ir að skrif­um á Ráðherr­an­um lauk voru Jón­as og Birk­ir beðnir um að stíga inn í hand­rits­gerð að hinni sænsk-ís­lensku seríu sem kem­ur fyr­ir sjón­ir ís­lenskra áhorf­enda um miðjan fe­brú­ar.

„Þetta verk­efni er búið að vera í gangi í sex, sjö ár en við höf­um verið með í þrjú ár. Það byrjaði á því að hin þekkta sænska stjarna, Lena Endre, vildi vinna með fram­leiðand­an­um Sör­en Stærmose hjá fyr­ir­tæki sem heit­ir Yellowbird. Þau vildu fjalla um hlýn­un jarðar í seríu. Svo tóku nokkr­ir höf­und­ar snún­ing á hug­mynd­inni en gáf­ust upp og að lok­um endaði hand­ritið inni hjá Jó­hanni Ævari Gríms­syni hjá Sagafilm, sem hring­ir þá í okk­ur,“ seg­ir Jón­as.

Þeir út­skýra að ásamt Jó­hanni Ævari hafi þeir sest niður og byrjað svo gott sem frá grunni á sög­unni.

„Það var rosa skemmti­legt. Við vor­um líka „star-struck“. Þarna voru sænsk­ar stór­stjörn­ur að koma að heilsa okk­ur og við fór­um bara í kleinu. Þá vor­um við bún­ir að reyna að skrifa hand­rit í fimm, sex ár og aldrei komið á sett! Við vor­um eins og litl­ir strák­ar í Disney-landi og allt í einu vildi Mikki Mús vera vin­ur okk­ar!“ seg­ir Jón­as.

Sjá nánar hér: Tvö þrjóskufull kvíðabúnt

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR