Stikla kvikmyndarinnar Síðasta veiðiferðin eftir Þorkel Harðarson og Örn Marinó Arnarson hefur verið opinberuð og má skoða hér. Myndin verður frumsýnd 6. mars.
Hjálmar Hjálmarsson, Hilmir Snær Guðnason, Halldór Gylfason, Þorsteinn Bachmann, Þröstur Leó Gunnarsson og Jóhann Sigurðarson fara með aðalhlutverkin í þessari gamanmynd um vinahóp sem fer í sinn árlega veiðitúr. Í þetta skiptið á að taka veiðina alvarlega, slaka á í ruglinu og njóta náttúrunnar. Það er erfitt að kenna gömlum hundum að sitja og brátt þróast mál þannig að allt fer á versta veg – hratt og örugglega.