Heimildamyndin Á skjön eftir Steinþór Birgisson er nú í sýningum í Bíó Paradís. Myndin fylgir sköpunarferli nútímalistar eftir af stuttu færi í holdgervingu Magnúsar Pálssonar, eins helsta brautryðjanda og árhrifavalds íslenskrar nútímalistar frá upphafi.
Í kynningu er spurt:
Hvað er list og hvernig verður hún til? Meikar hún einhvern sens? Mynd fyrir alla sem hafa einhvern tímann velt því fyrir sér hver er tilgangurinn með þessu öllu saman.
Steinþór og Sigurður Ingólfsson skrifa handrit en myndin er 80 mínútur að lengd. Hún var frumsýnd 26. desember síðastliðinn.