Bergmál Rúnars Rúnarssonar er frumsýnd í Senubíóunum í dag, en myndin hefur nú verið seld til tíu landa. Nýlega var gengið frá dreifingu myndarinnar í tuttugu og fimm kvikmyndahúsum í Hollandi og geta þarlendir kvikmyndahúsagestir séð myndina frá 12. desember. Franska dreifingarfyrirtækið Jour2féte sér um alheimsdreifingu.
Bergmál hefur ferðast milli kvikmyndahátíða síðan í haust þegar myndin var heimsfrumsýnd í aðalkeppni alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Locarno í Sviss þar sem hún hlaut aðalverðlaun dómnefndar unga fólksins. Nokkru seinna fékk Bergmál verðlaun fyrir bestu leikstjórn á Seminci, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Valladolid á Spáni og síðan verðlaun Lúthersku kirkjunnar í Lubeck í þýskalandi.
Í gegnum fimmtíu og átta sjálfstæðar senur, dregur Bergmál fram húmor, sorg og fegurð í nútíma samfélagi í aðdraganda jóla. Á meðan Ísland er í óða önn að gera sig tilbúið fyrir hátíðarnar, er einkennilegt andrúmsloft að falla yfir landið og fólk finnur bæði fyrir spennu og áhyggjum. Eyðibýli stendur í ljósum logum í sveitinni, í grunnskóla eru krakkar að leika í jólasöngleik, í sláturhúsi, dángla nauta skánkar, í miðju safni stendur kona og rífst í símann, ungur strákur fær ömmu sína til að prófa nýju sýndarveruleika gleraugun sín.