Með sigg á sálinni: Saga Friðriks Þórs Friðrikssonar eftir Einar Kárason kemur út næsta laugardag.
Í kynningu um bókina segir:
Þegar tveir miklir sagnameistarar leggja saman verður útkoman safarík. Lífsferill Friðriks Þórs hefur verið bæði ævintýralegur og öfgafullur. Hér segir frá fjölmörgum litríkum karakterum, sumum heimsþekktum, sumum af botni mannfélagsins, sumum ósköp venjulegum – en alltaf tekst þeim félögum að draga fram húmor eða harmleiki sem gera þá ógleymanlega.
Blásið verður til útgáfufagnaðar laugardaginn 16. nóvember kl. 16 í Marshallhúsinu. Þar munu Einar og Friðrik kynna bókina ásamt því sem höfundur les upp. Bókin verður til sölu á staðnum á sérstöku kynningarverði.