spot_img

„Viðbjóðslegur hugsunarháttur sem gerir kvikmyndina ógeðslega“

Þessi smellubeitulega fyrirsögn er jafnframt yfirskrift fyrirlesturs Gunnars Tómasar Kristóferssonar kvikmyndafræðings um mynd Svölu Hannesdóttur og Óskars Gíslasonar, Ágirnd (1952). Kvikmyndafræðideild Háskóla Íslands stendur fyrir nokkrum fyrirlestrum undir samheitinu Samtímarannsóknir í kvikmyndafræði föstudaginn 18. október kl. 12:30 í Háskólabíói, sal 4.

Dagskrána má skoða hér að neðan, en hér má lesa yfirlit um fyrirlestrana.

Samtímarannsóknir í kvikmyndafræði 18.okt 12.30-17 / Dagskrá

  • 12.30: Gunnar Tómas Kristófersson – „viðbjóðslegur hugsunarháttur [sem] gerir kvikmyndina ógeðslega“: Um Ágirnd eftir Svölu Hannesdóttur
  • 13.00: Björn Þór Vilhjálmsson – Úr hirslum Kvikmyndaeftirlitsins: Gluggað í fundargerðarbækur, umsagnir og önnur skjöl.
  • 13.30: Guðrún Elsa Bragadóttir – Karlabransi og karllæg akademía? Konur í íslenskri kvikmyndagerð
  • 14:00: Kjartan Már Ómarsson – Börn, fjölskylda og melódramatísk tækni í kvikmyndum Baltasars Kormáks
  • Hlé
  • 15:00: Nikkita Hamar Patterson – Irreversible Horror: Irreversible as Horror
  • 15:30: Bjarni Randver Sigurvinsson –  Vertigo: Meistaraverk í ljósi #MeToo
  • 16:00: Nökkvi Jarl Bjarnason – Hækja leikjahönnunar: Hlutverk myndskeiða í tölvuleikjum
  • 16:30: Bob Cluness – Mysticism as Error: „The Esoteric Turn“ and Occult Postmodernism in Pi and The Ninth Gate

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR