Gert er ráð fyrir að framlög til Kvikmyndasjóðs haldist óbreytt frá fyrra ári í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi. Kvikmyndasafnið fær lítilsháttar hækkun og RÚV einnig.
Samkvæmt frumvarpinu á Kvikmyndasjóður að fá 1.109,8 milljónir króna á næsta ári, sem er sama krónutala og 2019. Þá er gert ráð fyrir lítilsháttar samdrætti í framlögum áranna 2021 og 2022.
Kvikmyndasafnið hækkar úr 112,3 mkr. í 117 milljónir. Gert er ráð fyrir að framlög dragist lítillega saman á næstu árum.
RÚV hækkar um 190 milljónir króna, fer úr 4.645,0 mkr. í 4.835,0 mkr. Gert er ráð fyrir frekari hækkunum næstu tvö ár á eftir.
Á grafinu hér að neðan má sjá samanburð á veltu í kvikmyndageiranum fyrstu sex mánuði hvers árs, allt frá 2008. Samdráttur á þessu ári nemur tæpum 37%.
Núgildandi samkomulag milli stjórnvalda og aðila kvikmyndagreinarinnar rennur út um áramót. Beðið er fregna af vinnu við næsta samkomulag.
Þá er í gangi vinna nefndar undir stjórn Dags Kára sem vinnur að endurmótun kvikmyndastefnu fyrir stjórnvöld. Óljóst er hvenær þeirri vinnu lýkur.
Sjá nánar hér: Fylgirit med frumvarpi til fjarlaga 2020_vefutgafa (pdf).