„Svar við bréfi Helgu“ valin á fjármögnunarmessu í Toronto

Ása Helga Hjörleifsdóttir leikstjóri Svansins að störfum í Svarfaðardal. Ljósmynd: Gus Reed.

Birgitta Björnsdóttir og Skúli Fr. Malmquist, framleiðendur kvikmyndarinnar Svar við bréfi Helgu eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, munu taka þátt í Ontario Creates International Financing Forum (IFF), sem fer fram dagana 8.- 9. september samhliða alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto.

IFF gefur framleiðendum tækifæri til að sækja fundi, panela og styrkja tengslanet við fagaðila. Þetta árið voru 20 kanadísk og 15 alþjóðleg teymi valin til þátttöku.

Svar við bréfi Helgu er um aldraðan bónda sem skrifar bréf til ástkonunnar sem honum bauðst að fylgja forðum tíð. Gerði hann rétt að taka skyldur sínar við sveit og eiginkonu fram yfir ástina, eða sveik hann þannig sitt eigið hjarta?

Sjá nánar hér: Svar við bréfi Helgu valin á Ontario Creates International Financing Forum í Toronto

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR