„Hvítur, hvítur dagur“ verðlaunuð í Motovun

Ingvar E. Sigurðsson í Hvítum, hvítum degi.

Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason var valin besta mynd kvikmyndahátíðarinnar í Motovun í Króatíu í gær. Ingvar E. Sigurðsson, aðalleikari myndarinnar, tók við verðlaununum. RÚV segir frá.

Hvítur, hvítur dagur fjallar um Ingimund lögreglustjóra sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. Í sorginni einbetir hann sér að því a byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu, þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarfsambandi við konu sína.

Sjá nánar hér: Hvítur, hvítur dagur besta myndin í Motovun

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR