Safnað fyrir endurvinnslu „Sóleyjar“ eftir Rósku

Á Karolina Fund er nú verið að safna fyrir endurvinnslu kvikmyndarinnar Sóley sem listakonan Róska gerði ásamt manni sínum Manrico Pavolettoni 1982. Negatívan er týnd en til er sýningareintak í slæmu ástandi á Kvikmyndasafni Íslands. Stefnt er að því að notast við það eintak við forvörslu og hreinsun á myndinni.

Kvikmyndagerðarmennirnir og hjónin Lee Lynch og Þorbjörg Jónsdóttir standa fyrir þessu í samstarfi við Kvikmyndasafnið, en Þorbjörg er frænka Rósku sem lést 1996, 56 ára að aldri.

Í kynningu segir meðal annars:

Í samstarfi við Kvikmyndasafnið höfum við nú skannað sýningareintakið í háskerpu og erum að safna fjármagni til að borga fagmanneskju fyrir að hreinsa kvikmyndina stafrænt. Einnig þarf að bæta textasetninguna sem er mjög ábótavant, sem og hreinsa upp hljóðið. Að þessari vinnu lokinni verður myndin verður svo gefin út á stafrænu formi, fyrir komandi kynslóðir að kynnast og njóta.

Sjá nánar hér: Sóley – The Lost Film by Róska – Karolina Fund

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR