Kvikmyndasafnið auglýsir eftir starfsmanni í skráningu og efnisgreiningu

Kvikmyndasafn Íslands auglýsir eftir starfsmanni í skráningu og efnisgreiningu á safnkosti Kvikmyndasafns. Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga og þekkingu á landi og þjóð sem og  sögu kvikmyndagerðar, góð tök á íslenskri tungu og gott tölvulæsi. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af meðhöndlun filmu en það ekki skilyrði.

Einnig er óskað eftir starfsmanni á skrifstofu, sjá hér. En auglýsingin fyrir starfsmann í skráningu og efnisgreiningu er svohljóðandi:

Starfsmaður óskast í skráningu og efnisgreiningu á safnkosti Kvikmyndasafns Íslands.

Kvikmyndasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar spennandi starf við skráningu og efnisgreiningu á safnkosti Kvikmyndasafns. Við leitum að einstaklingi sem hefur áhuga og þekkingu á landi og þjóð, góð tök á íslenskri tungu og gott tölvulæsi. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af meðhöndlun filmu en það ekki skilyrði.

Hæfnikröfur
Menntun sem nýtist í starfi.
Víðtæk þekking á sögu lands og þjóðar.
Áhugi og þekking á sögu kvikmyndagerðar.
Mjög góð íslenskukunnátta, rituð og töluð.
Reynsla af því að vinna upplýsingar á tölvutæku formi.
Reynsla af meðhöndlun filmu er kostur.

Lögð er áhersla á nákvæm vinnubrögð, áreiðanleika og metnað í starfi, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum. Kvikmyndasafn Íslands er í breytingar- og uppbyggingarferli og er því spennandi vinnustaður fyrir réttan aðila. Um er að ræða framtíðarstarf og er mikilvægt að nýr starfsmaður hafi brennandi áhuga á að læra og tileinka sér þekkingu á innri starfsemi safnsins.

Kvikmyndasafn Íslands er ríkisstofnun sem heyrir undir Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Safnið starfar skv. Kvikmyndalögum nr. 137/2001. Hlutverk safnsins er að safna, skrásetja og varðveita íslenskar kvikmyndir, standa fyrir sýningum á kvikmyndalist, sjá um viðhald á myndum og skapa aðstæður til rannsókna. Safnið varðveitir skilaskylt efni samkvæmt lögum um skylduskil til safna nr. 20/2002.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags um ríkið. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknum ásamt ferilskrá má skila á netfangið thora@kvikmyndasafn.is eða með pósti merkt:

Kvikmyndasafn Íslands
v. starfsumsóknar
Hvaleyrarbraut 13
220 Hafnarfirði

Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir um starfið gilda í 6 mánuði

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 08.04.2019

Nánari upplýsingar veitir
Þóra Ingólfsdóttir – thora@kvikmyndasafn.is

Sjá nánar hér: Stjórnarráðið | Starfsmaður í skráningu og efnisgreiningu

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR