„Víti í Vestmannaeyjum“ verðlaunuð í Chicago

Kvikmyndin Víti í Vestmannaeyjum eftir Braga Þór Hinrikssonvann í fyrradag til verðlauna á Chicago International Children’s Film Festival. Myndin keppti í flokki kvikmynda í fullri lengd og hlaut verðlaun barnadómnefndar hátíðarinnar.

Hátíðin er stærsta og elsta kvikmyndahátíð ætluð börnum í Norður Ameríku. Þetta eru þriðju alþjóðlegu verðlaun kvikmyndarinnar en hún hefur keppt á hátíðum um allan heim.

Víti í Vestmannaeyjum sló í gegn í bíóhúsum landsins fyrr á þessu ári en yfir 35 þúsund manns sáu hana í bíó. Sjónvarpsþættirnir Víti í Vestmannaeyjum: Sagan öll hafa verið á dagskrá RÚV í vetur.

Myndin (og þættirnir) byggir á samnefndri metsölubók Gunnars Helgasonar og fjallar um hinn tíu ára gamla Jón sem fer ásamt liðsfélögum sínum í fótboltaliðinu Fálkum í þriggja daga keppnisferð á fótboltamót í Vestmannaeyjum. Þar kynnist hann Ívari, jafnaldra sínum úr ÍBV sem þarf óvænt á hjálp að halda, og allt í einu eru átökin bundin við fleira en fótboltavöllinn.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR