„Hvítur, hvítur dagur“ fær viðurkenningu á CineMart samframleiðslumessunni

Kátir handhafar viðurkenninga á Cinemart 2018. Anton Máni Svansson fyrir miðju í brúnni peysu.

Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason var eitt fjögurra verkefna í vinnslu sem hlutu sérstaka viðurkenningu á CineMart samframleiðslumessunni á Rotterdam í dag.

Verkið, sem fer í tökur síðsumars, hlaut svokallað ARTE International Prize og nema verðlaunin sex þúsund evrum eða rúmlega 750 þúsund krónum. Anton Máni Svnasson framleiðandi veitti viðurkenningunni viðtöku.

Dómnefndin sagði þetta um verkefnið:

“The prize is given to a talented filmmaker preparing his second feature, which will be a mystery drama dealing with love and loss and taking place in a country that is rarely present on the screens. For the quality of his previous work, for an original and powerful artistic vision and an intriguing subject, the ARTE International Prize is awarded to A White, White Day by Icelandic filmmaker Hlynur Pálmason.”

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR