Tveir Íslendingar koma að Óskarstilnefningum

Tveir Íslendingar, Eggert Ketilsson og Helga Kristjana Bjarnadóttir eiga hlut að tilnefningum til Óskarsverðlauna í ár. Eggert sem einn leikmyndahönnuða Dunkirk eftir Christopher Nolan og Helga sem einn kvikara teiknimyndarinnar The Breadwinner sem Nora Twomey leikstýrir.

The Breadwinner

The Breadwinner er tilnefnd sem teiknimynd í fullri lengd (Animated Feature). Helga Kristjana er hluti af kvikunardeild verksins (Animation Department) og er þar titluð sem Technical Checker. Samkvæmt Reykjavik Grapevine nam hún kvikun (Animation) við The Irish School of Animation, sem er hluti af Ballyfermot College of Further Education í Dublin. Leikstjórinn, Nora Twomey, nam einnig við sama skóla.

Hér má sjá viðtal sem Hugrás birti við Helgu 2014.

Dunkirk

Dunkirk fær alls átta tilnefningar til Óskarsverðlauna og þar á meðal er tilnefning fyrir leikmynd (Production Design). Nathan Crowley og Gary Fettis eru nefndir í formlegri tilkynningu Akademíunnar. Crowley er leikmyndahönnuður (Production Designer) verksins en Fettis er svokallaður Supervising Set Decorator, sem mætti kalla umsjónarmaður útfærslu leikmyndar. Hefðin er að þeir sem gegna þessum stöðum fá hina formlegu tilnefningu.

Eggert gegndi stöðu Supervising Art Director í myndinni, sem í þessu tilviki felst í umsjón með framkvæmd leikmyndagerðarinnar. Allir þrír hafa áður unnið með Nolan; Eggert í Batman Begins og Interstellar sem báðar voru myndaðar að hluta á Íslandi.

Sjá má nánari umfjöllun Vísis um Eggert og Dunkirk-tilefninguna hér.

Aðeins um hugtakanotkun

Klapptré finnur stundum áþreifanlega fyrir því að íslensk hugtök skortir varðandi ýmsa þætti kvikmyndagerðar og það á meðal annars við hér. Þannig hefur orðskrípið „listrænn stjórnandi“ stundum verið notað yfir Art Director í innlendum miðlum, en það er auðvitað röng þýðing. Málið verður svo enn flóknara þegar hugtökin Production Designer og Art Director ná stundum yfir sama starfið en stundum ekki. Í myndum af stærri gerðinni er algengt að sitt hvor aðilinn manni þessi störf, en í smærri myndum er gjarnan aðeins einn sem gegnir starfi leikmyndahönnuðar – og er þá ýmist titlaður Production Designer eða Art Director.

Á Wikipediu má reyndar finna nokkuð ágæta skilgreiningu á hugtakinu Art Director, sem er upphaflega heitið yfir leikmyndahönnuð:

An art director, in the hierarchical structure of a film art department, works directly below the production designer, in collaboration with the set decorator and the set designers. A large part of their duties include the administrative aspects of the art department. They are responsible for assigning tasks to personnel such as the art department coordinator, and the construction coordinator, keeping track of the art department budget and scheduling (i.e. prep/wrap schedule) as well as overall quality control. They are often also a liaison to other departments; especially construction, special FX, property, transportation (graphics), and locations departments. The art director also attends all production meetings and tech scouts in order to provide information to the set designers in preparation for all departments to have a visual floor plan of each location visited.

In the past, the title of art director was used to denote the head of the art department (hence the Academy Award for Best Art Direction) which also included the set decorator. Now the award includes the production designer and set decorator. On the movie Gone with the Wind, David O. Selznick felt that William Cameron Menzies had such a significant role in the look of the film, that the title art director was not sufficient and so he gave Menzies the title of production designer.[2] The title has become more common, and now production designer is commonly used as the title for the head of the art department, although the title actually implies control over every visual aspect of a film, including costumes.

On films with smaller art departments, such as small independent films and short films, the terms ‘production designer’ and ‘art director’ are often synonymous, and the person taking on the role may be credited as either.Af Wikipedia

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR