Jennifer Lawrence mun leika Agnesi Magnúsdóttur í leikstjórn Luca Guadagnino

Ítalski leikstjórinn Luca Guadagnino mun leikstýra kvikmyndinni Burial Rites sem byggð er á samnefndri sögulegri skáldsögu Hannah Kent og fjallar um síðustu daga Agnesar Magnúsdóttur sem var síðasta manneskjan sem var tekin af lífi á Íslandi, 1830. Jennifer Lawrence mun leika Agnesi.

Þetta kemur fram í Variety.

Bók Kent kom út hér á landi 2013 undir heitinu Náðarstund.

Mynd Guadagnino, Call Me by Your Name var á dögunum tilnefnd til Golden Globe verðlauna og er spáð velgengni á komandi verðlaunahátíðum. Hann hefur áður gert kvikmyndirnar A Bigger Splash og I am Love, sem báðar hlutu mikla athygli.

Jennifer Lawrence ætti að vera óþarfi að kynna enda ein allra stærsta stjarna kvikmyndanna nú um stundir.

Sjá nánar hér: Jennifer Lawrence to Star in Luca Guadagnino’s ‘Burial Rites’ – Variety

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR